Erfðafræði í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk hafa undafarið verið að læra erfðafræði í náttúrufræðikennslu, þar sem þeir hafa lært um litninga og um leið skoðað hvaða erfðaefni koma frá hvaða foreldri.

Í kjölfarið hönnuðu þau myndir af hvernig sín börn myndu eflaust líta út, og er óhætt að segja að fjörugar samræður mynduðust og var mikið hlegið.  Í meðfylgjandi myndum er afraksturinn.