Eldgosið í Geldingadal

Þótt rúmur mánuður sé liðinn síðan eldgosið hófst í Geldingadal eru nemendur ótrúlega áhugasamir um framgang mála og vilja sífellt fá fleiri upplýsingar, okkur fannst því tilvalið að skapa eldgosamynd sem hver og einn nemandi hannaði með klessulitum, yddi og öðru skemmtilegu efniviði. Hér má sjá afrakstur þeirra.