Dagur læsis og bókasafnsdagurinn

Veggspjald/listaverk eftir Konný Hrund myndmenntakennara.
Veggspjald/listaverk eftir Konný Hrund myndmenntakennara.

Degi læsis og bókasafnsdeginum var gert hátt undir höfði í skólanum hjá okkur í síðustu viku. Vinabekkir lásu hvor fyrir annan í tilefni dagsins. Á bókasafninu var sett upp veggspjald/listaverk eftir Konný Hrund myndmenntakennara þar sem fram kemur orðið lestur á 18 tungumálum en það eru þau móðurmál sem nemendur skólans tala.

Myndirnar tala sínu máli.