Dagur íslenskrar tungu og bókamessa

Í dag var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla. Nemendur sýndu afrakstur bókamessu sem hefur staðið yfir sl. mánuð, þar kynntu nemendur nokkra rithöfunda og bókmenntir. Á sal skólans fræddi Bylgja aðstoðarskólastjóri um Jónas Hallgrímsson og mikilvægi íslenskunnar í daglegu máli. Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar frá síðasta ári lásu upp ljóð og afhentu 4. og 7. bekk púltin sem markar upphaf af undirbúningi þeirra fyrir upplestrarkeppnirnar á vormánuðum. Nemendur í kór skólans sungu  lögin ,, Draumar geta ræst” eftir Jón Jónsson og ,,Á íslensku má alltaf finna svar” lag: Atli Heimir Sveinsson texti: Þórarinn Eldjárn. Alexander Freyr, Sara Mist og Díana Guðrún vinningshafar úr upplestrarkeppninni frá sl. ári heimsóttu leikskólann Sólborg og Miðhús starfsemi fyrir eldriborgara, þar sem þau lásu sögur og fluttu ljóð.