- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu, eins og hefð er fyrir þá höldum við daginn hátíðlegan í skólanum. En þar sem 16. nóvember ber upp á sunnudegi að þessu sinni þá var hann haldinn hátíðlegur í dag.
Nemendur og starfsfólk skólans mættu á sal og dagskráin hófst á því að Bylgja skólastjóri fór yfir ævi og sögu Jónasar Hallgrímssonar en 16. nóvember var afmælisdagur hans.
Nemendur úr 5. bekk kynntu verkefni sem þeir hafa verið að vinna upp úr íslenskum þjóðsögum og má sjá glæsileg listaverk þeirra á sviði skólans. Vinningshafar úr Stóru upplestrarkeppninni frá því í vor lásu ljóð fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Stóra- og litla upplestrarkeppnin var formlega sett með því að kennarar nemenda í 7. bekk og 4. bekk tóku við púltum sem þeir nota til að æfa sig fyrir keppnina næsta vor.
Að vanda lauk dagskránni á sal með fjöldasöng sem skólakórinn leiddi undir stjórn Elsu Mörtu.
Eftir dagskrá á sal fóru vinningshafar úr Stóru upplestrarkeppninni skólans frá því í vor á Leikskólann Grænuborg og lásu sögur um vináttu fyrir nemendur og ljóð fyrir heldri borgara í Miðhúsum. Nemendurnir stóðu sig einstaklega vel og voru sjálfum sér og skólanum til fyrirmyndar.
Við þökkum Leikskólanum Grænuborg og Miðhúsum fyrir góðar móttökur.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir


|
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is