Dagur íslenskrar tungu

Í ár fór lítið fyrir hátíðarhöldum í tilefni dags íslenskrar tungu eins og hefð er fyrir hér í Sandgerðisskóla. Við lesum þó og vinnum með tungumálið eins og okkur er framast unnt alla daga og ræddu kennarar um daginn við nemendur og upplestrar púltin fóru milli árganga. Þó Jónas Hallgrímsson hafi verið okkar fremsti og öflugasti nýyrðasmiður og þannig séð til þess að færri tökuorð hafi fest sig í sessi í okkar máli en víða annars staðar er hann langt í frá okkar eina góða skáld. Jóhannes úr Kötlum samdi til dæmis ljóð um Suðurnes sem vert er að minnast í dag. Gleðilegan dag íslenskrar tungu!