Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni að degi íslenskrar náttúru sem er 16. september ár hvert æfðu nemendur í  8.- 10. bekk sig í að nota skynfærin (sjón, heyrn, snerting, bragð, lykt). Unglingastigið átti tíma í náttúrufræði á þessum frábæra degi og var ekki spurning um annað en fara út og njóta sín sem best.  

Verkefnið um skynfærin var á þennan veg að nemendur fóru í gegnum þrjár stöðvar. Á einni stöðinni var sjón-hópurinn, hann átti að horfa á umhverfið og teikna það sem fyrir augum ber. Sumir í hópnum prufuðu að setja á sig eyrnahlífar og loka fyrir heyrnina.   

Næsti hópur er heyrn-hópurinn, nokkrir í hópnum voru með bundið fyrir augun og hlustuðu á umhverfið. Útskýra svo fyrir hópmeðlimum hvað eyrun nema og útskýra hljóðin.   

Síðasti hópurinn er lyktar-hópurinn, þar átti hópurinn að loka augunum og þefa svo útskýra hvers konar lykt viðkomandi finnur. Sumir hópar voru það sniðugir að týna blóm og leyfa þeim sem var að þefa að finna blóma- eða graslykt og voru viðbrögðin misjöfn.  

Dásamlegur dagur, fallegt veður og skemmtilegur tími með hressum nemendum. Smellið hér til að sjá fleirir myndir.

Dagur íslenskrar náttúru Dagur íslenskrar náttúru