Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem er 16. september ár hvert fóru nemendur í 1. bekk í vettvangsferð í fjöruna og skemmtu þeir sér konunglega. Þar hafði stór drumbur skolast á land og fór ímyndunaraflið á flug, margir héldu því fram að um risaeðlu væri að ræða.