Börnin bjarga

Í dag fengu nemendur í 6. bekk fræðslu um endurlífgun frá skólaheilsugæslunni. Nemendur stóðu sig mjög vel, sýndu efninu mikinn áhuga og lögðu sig öll fram við að gera sitt besta. Flott framtak hjá skólaheilsugæslunni og gaman er að sjá hvað nemendur voru einbeittir og áhugasamir um endurlífgun.