Bóndadagurinn - bindi og skyrta

Nemendur og starfsfólk Sandgerðisskóla fögnuðu upphafi Þorra, bóndadeginum, með því að mæta klædd í skyrtu og með bindi eða slaufur.  Stúlkurnar í 8. bekk og 10. bekk dekruðu við bændurna sína með því að baka fyrir þá.  Uppátækið þeirra heppnaðist mjög vel og verður skemmtilegt að sjá hvort að strákarnir endurgjaldi með einhverju svipuðu í tilefni konudagsins.