Nemendaráð selur kökur og gleraugu í góðgerðasöfnun

Í tilefni af bleikum október ætlar nemendaráð skólans að vera með til sölu skúffukökusneið með bleiku kremi (frá Sigurjónsbakarí) og djúsglas á 500kr. Einnig er hægt að kaupa bleik hjartalaga gleraugu en þá kostar pakkinn 1000kr.

Nemendur geta komið með pening í skólann eða millifært inn á reikning Nemendaráðsins 0147-15-210102 kt. 671088-5229. Setja þarf nafn nemenda í skýringu og senda staðfestingarpóst á nemendarad@sandgerdisskoli.is. á þriðjudeginum eða miðvikudeginum og verða kökurnar afhentar á föstudaginn, 24. október.

Við hvetjum alla að taka þátt í þessu skemmtilega framlagi nemendaráðsins og mun ágóði sölunnar fara til Styrktarsjóða krabbameinssjúkra barna

Bleik gleraugu

Kær kveðja,
Nemendaráð Sandgerðisskóla