Bleikur dagur í Sandgerðisskóla

Starfsfólk og nemendur Sandgerðisskóla tóku þátt í bleikum föstudegi í dag. Margir mættu í bleikum klæðnaði eins og myndir sýna og nýttu kennarar tækifærið til fræðslu um krabbamein. Nemendaráð sá um sölu à bleikum snúðum og mun ágóðinn af sölunni renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.  Alls seldust 420 snúðar.