Bleikur dagur í Sandgerðisskóla

Starfsfólk og nemendur Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu þátt í bleikum föstudegi. Margir mættu í bleikum klæðnaði eins og myndir sýna og nýttu kennarar tækifærið til fræðslu um krabbamein. Einhverjir nemendur þekkja af eigin raun hvernig er að vera aðstandandi þess sem fær krabbamein og nú eru tveir starfsmann frá vegna slíkra veikinda. Hugur okkar er hjá þeim og annarra sem heyja baráttu við þennan vágest. Bleikt_hjarta Bleika_slaufan