Skólablakmót hjá 4. - 6. bekk.

Skólablakmóti í Reykjaneshöll hjá nemendum í 4. – 6. bekk.
Skólablakmóti í Reykjaneshöll hjá nemendum í 4. – 6. bekk.

Nemendur í 4. – 6. bekk kepptu í skólablakmóti í Reykjaneshöll í gær við aðra skóla á Suðurnesjum.

Nemendur stóðu sig gríðarlega vel og eru þó nokkrar blakstjörnur í hópnum. Undafarnar tvær vikur hefur áhersla í íþróttatímum verið á blak og mótsreglur.

Blaksamband Íslands stóð fyrir mótinu ásamt Blakfélagi Keflavíkur, en æfingar eru fyrir alla aldurshópa í blaki hjá Blakdeild Keflavíkur og geta nemendur skráð sig til þátttöku hér.