Árshátíð yngri bekkja fimmtudaginn 14. mars

Árshátíð 1.-2. bekkurÁrshátíð yngri bekkja í Sandgerðisskóla verður í tvískipt í ár.

1. og 2. bekkur sýnir á sal skólans kl. 10:00 og eru allir aðstandendur velkomnir á sýninguna. Skóladagur nemenda er hefðbundinn og hefst kl.8:15 og lýkur kl.13:15.

Árshátíð 3. - 6. bekkjar hefst kl.12:00 og ber heitið ,,Rokkskólinn".
Áætlað er að sýningin sé um ein og hálf klukkustund með hléi, en sjoppa verður á staðnum. Allir aðstandendur og íbúar eru velkomnir á sýninguna.
Skóladagur nemenda er hefðbundinn og hefst kl.8:15 og lýkur eftir sýningu.

Íþrótta- og sundtímar falla niður þennan dag. Skólasel opnar að loknum skóladegi fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.

Hlökkum til að sjá ykkur !