Árshátíð 7. - 10. bekkjar

Fimmtudaginn 21. mars 2024 verður árshátíð 7. - 10. bekkjar Sandgerðisskóla haldin á sal skólans.

Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin hefst stundvíslega kl. 19:30.
Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma og horfa á skemmtiatriðin. Börn yngri en 12 ára (6. bekk) verða að vera í fylgd með fullorðnum á meðan atriðin eru og fara heim með þeim að atriðum loknum.

Eftir skemmtidagskrá verður dansleikur fyrir nemendur í 7. -10. bekk.
. Aðgangseyrir á ballið er 1500 krónur
. Izleifur verður með lauflétt gigg
. DJ Ragga Hólm heldur uppi stuðinu á ballinu sem lýkur kl. 23:00.
. Myndakassi verður á staðnum frá Rentaparty.
. Skýjaborg verður með sjoppu, ATH að það er ekki posi á staðnum.

Eins og áður mæta nemendur unglingastigs Gerðaskóla kl. 20:50 og verða með á ballinu.

Hefðbundið skólahald fellur niður þennan dag hjá nemendum í 7. - 10. bekk en nemendur geta þurft að mæta þennan dag í samráði við kennara sína vegna æfingar fyrir atriði eða annars undirbúnings.

Föstudaginn 22. mars er Bíódagur og mæta nemendur í 7. - 10. bekk í skólann kl. 10:05 og skóladegi þeirra lýkur um hádegi með pizzaveislu frá Skólamat. Þeir nemendur sem ekki eru í áskrift geta keypt miða á 500kr í mötuneyti skólans.