Árshátíð 1. - 6. bekkjar

Árshátíð 1. - 6. bekkjar verður haldin föstudaginn 24. mars. Nemendur mæta í skólann kl.08:15.
Skemmtun á sal hefst kl.10:10 og munu nemendur skólans sýna árshátíðaratriði einnig munu nemendur í skólahópi á Leikskólanum Sólborg taka þátt í árshátíðaratriðum.

Við hvetjum alla foreldra og skyldmenni að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum.

Íþrótta- og sundtímar falla niður.
Skóladegi nemenda lýkur að loknum hádegisverði.
Skólasel og Skýið opnar að loknum skóladegi kl. 11:55

Skóladagur hjá nemendum í 7. - 10. bekk er óbreyttur.