Appelsínugul viðvörun í gildi eftir hádegi.

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Í dag þriðjudaginn 21. september er útlit fyrir slæmt veður upp úr hádegi. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól fyrir börnin en mikilvægt að foreldrar geri ráðstafanir, að börn verði sótt í skólann eða Skólasel þegar skóladegi lýkur, fyrr eða síðar ef það hentar betur.

Símanúmer skólans er 425-3100 / Netföng: grunnskoli@sandgerdisskoli.is / ritari@sandgerdisskoli.is