Alþjóðlegur dagur læsis

Þriðjudaginn 8. september var alþjóðlegur Dagur læsis og Sandgerðisskóli hélt upp á daginn með ýmsum hætti. Rætt var um mikilvægi læsis og áhersla lögð á fjölbreyttar leiðir í vinnu með læsi. Nemendur hlustuðu meðal annars á kennara lesa sínar uppáhalds bækur, sökktu sér sjálfir í yndislestur eða lásu bækur og prufuðu að semja sögur í sama stíl.

Við viljum benda á nýtt lestrarefni Menntamálastofnunar sem má finna með því að smella hér.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum.