Ævar vísindamaður kom í heimsókn

Ævar vísindamaður kom í heimsókn til okkar á bókasafnið í dag. Hann las úr nýjustu bókinni sinni ,,Þinn eigin tölvuleikur”. Hann spjallaði líka við nemendur um allar sínar bækur og sló heldur betur í gegn. Bækurnar hans Ævars eru margar hverjar í öðrum stíl en hefðbundnar bækur, en í þessum bókum getur maður valið nokkrum sinnum hvernig bókin endar. Þ.e.a.s. maður les einn kafla og svo velur maður fyrir aðalpersónuna hvaða leið hún velur og fer þá og flettir áfram í bókinni og les ákveðinn kafla. Maður getur oft valið milli tveggja möguleika og þá kemst maður að því hvort leiðin endar vel eða illa en önnur leiðin endar alltaf vel og hin illa. Heimsóknin var mjög vel heppnuð og voru krakkarnir mjög ánægð að sjá hann.