2. bekkur í berjamó

"Í dag ákváðum við í 2. bekk að nýta góða veðrið í að fara í berjamó. Það kom í ljós að nánast engin ber var að finna en í ljósi þess að mikið sást af fjólubláum skellum út um allt, komumst við að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir berjaleysinu væri sú að fuglarnir hafi borðað öll berin. Í þessari vettvangsferð lærðum við því að fuglarnir lifa m.a. á berjum. Við lærðum að skilja ekki eftir plast og rusl í heiðinni og að taka með okkur rusl ef við getum og setja í ruslið heima eða í skólanum, við lærðum að það er hægt að búa til hljóðfæri úr alls kyns dóti og fengum smá grendarkynningu. Ekki má gleyma hreyfingunni og öllu hreina loftinu. Skólastarf er allskonar og áhugavert ?”