Listgreinadagur - skertur nemendadagur

Mánudagurinn 15. apríl er Listgreinadagur og er hann skertur nemendadagur.

Nemendur mæta í skólann kl. 09:00 og lýkur skóladegi að loknum hádegisverði um kl. 11:30
Íþrótta- og sundtímar falla niður þennan dag.

Skólasel og Skýið opnar að loknum skóladegi fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.

Listgreinadagurinn okkar er byggður á Sjónlistardeginum sem er samnorrænn viðburður þar sem sjónum er beint að mikilvægi myndlistarkennslu og þá einkum og sér í lagi kennslu barna og ungmenna. Tilefnið er nýtt til að útbreiða fagnaðarerindi myndlistarinnar með útgáfu á hugmyndum og verkefnum sem geta nýst kennurum á öllum skólastigum. Í ár er þemað fjaðrir.