Sandgerðisskóli býður upp á val á unglingastigi sem heitir Tæknilegó. Áfanginn byggir á því að nemendur fara sem lið á First Lego League keppnina sem er haldin ár hvert hérna á landi.  Keppnin er í þremur hlutum. Einn þátturinn er að nemendur forrita vélmenni til að leysa þrautir, svo þurfa nemendur að gera rannsóknarverkefni þar sem þeir finna lausnir á raunverulegum vandamálum og þriðji hlutinn er liðsheild þar sem liðið átti að setja upp upplýsingabás og kynna verkefni fyrir gangandi vegfarendum.  Liðið okkar, Sando Dudes 2.0, stóð sig frábærlega og enduðu vélmennakeppnina í 5.-6. sæti af 16 liðum.

Strákarnir nýttu einnig tækifærið í rannsóknarvinnunni sinni og heimsóttu fyrirtæki til að kynna sér starfssemi þeirra. Þeir fóru í heimsókn til Samherja og fengu að sjá vélmenni við vinnu og fóru einnig í nýstofnað fyrirtæki Hopp sem leigir rafmagnshlaupahjól í miðbæ Reykjavíkur.

Liðið fór yfir með leiðbeinendum sínum hvað mætti betur fara á þessu ári svo hægt sér að bæta sig og ná janvel enn betri árangri árið 2020 í þessum valáfanga.

Hér má sjá myndband frá umferðinni hjá strákunum okkar.

Hvað er First lego League ?