Sandgerðisskóli hefur búið við nokkuð góðan aðbúnað þegar kemur að tæknimálum og aðgengi að tækni. Vel útbúin tölvustofa er í skólanum og allir bekkir eiga nokkuð af spjaldtölvum og komast í fleiri ef þörf er á.

Nú hefur verið bætt um betur og kominn er í gagnið tölvuvagn sem kennarar og nemendur eru virkilega ánægðir með. Þetta gefur tækifæri á enn betri og skilvirkari vinnu á margan hátt í náminu.

Hér má sjá myndir sem teknar voru í kennslustund þegar 10. bekkur tók tölvuvagninn í notkun í morgun þar sem þeir eru að vinna við náttúrufræðiritgerð. Það er frábært að þurfa ekki að skipta upp bekknum til að fara í svona vinnu heldur er hægt að vinna með nemendum öllum í einu sem er bara alveg frábært. Hér eru nemendur og kennarar hæstánægðir með þessa nýju og góðu aðstöðu.