Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn (þriðjudag) og miðvikudag. Við viljum biðja ykkur foreldra að huga vel að veðrinu þegar skóladegi lýkur og koma og sækja börnin ykkar ef þarf. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi fylgist lögreglan og Almannavarnir afar vel með, hafa samband við skólana og gefa út viðvaranir ef svo ber undir. Mikilvægast er þó að foreldrar fylgist vel með spám og veðri og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Það er á ábyrgð foreldra að meta hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef vont er veður þó engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Mikilvægt er að tilkynna um slíkt til skólans og er litið á slíkt sem eðlileg forföll. Skólinn er þó ætíð opinn og þar er öruggt skjól fyrir börn.