Hlutverk skólasálfræðings

Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningum á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks ásamt tilvísunum til frekari þjónustu ef þörf er á. Helstu verkefni skólasálfræðings eru að greina og veita ráðgjöf vegna athyglisbrests- og ofvirkniröskunar, röskunar á einhverfurófi, hegðunarerfiðleika, þroskaraskana, sértækra námserfiðleika og tilfinningaerfiðleika. Þegar óskað er eftir þjónustu skólasálfræðings er tilvísun fyllt út af foreldrum og kennara og sálfræðilegum gátlistum svarað. Gátlistarnir eru mikilvæg mælitæki við úrvinnslu mála og mikilvægt er að vanda til verka við útfyllingu þeirra. Tilvísanir eru síðan teknar fyrir á nemendaverndarráðsfundi sem haldnir eru á hálfsmánaða fresti. Ef upplýsingum eða undirskriftum er áfátt er óskað eftir frekari upplýsingum. Mál eru síðan teknar fyrir á inntökufundi fræðslusviðs og gögn sett í úrvinnslu. Farið er með öll persónugögn sem trúnaðarmál samkvæmt lögum. Bið getur verið í þjónustu skólasálfræðings vegna ásóknar og eru foreldrar og skólastarfsmenn beðnir um að sína biðlund vegna þess. Þegar vinnsla hefst í málinu hefur sálfræðingur samband við foreldra og frekari upplýsinga er safnað. Þegar greiningu er lokið eru niðurstöður kynntar foreldrum áður en sameiginlegur fundir er haldinn með skóla. Bæði foreldrar og skóli fá afrit af niðurstöðum og ákveðið er hvernig best sé að vinna með barnið eða hvort þörf sé á frekari sérfræðiþjónustu.

Bæklingar frá ADHD samtöknumum sem starfsfólk Grunnskólans vill benda á:

 Hvað er ADHD_isl  Útskýrir í stuttu máli einkenni ADHD og möguleg úrræði.

  Hvað er ADHD_polska – CO – TO jest  ADHD Útskýrir í stuttu máli einkenni ADHD og möguleg úrræði.

 ADHD stelpur Útskýrir hvernig einkenni ADHD birtast hjá stúlkum, en þau eru gjarnan ólík birtingamyndinni hjá drengjum. Þá er einnig fjallað um greiningu og meðferðarúrræði.

 ADHD börn  – Útskýrir helstu einkenni hjá börnum, greiningu og meðferðarúrræði.

  ADHD utan skólastofunnar – Upplýsingabæklingur fyrir allt starfsfólk grunnskóla.

Fyrir áhugasama þá er gagnlegt að skoða heimasíðu ADHD samtakanna ADHD.is

heimild: adhd.is