Þakkardagur vinaliða var fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn.

Er það liður í stefnu vinaliðaverkefnisins sem hófst hjá okkur núna í mars til að þakka þeim vinaliðum sem hafa unnið sína vinnu vel og með einstakri jákvæðni.

Farið var með vinaliðana í skemmtigarðinn í Grafarvogi í Lazertag og pizzu.  Skemmtu krakkarnir og stjórnendur sér einstaklega vel.