Þann, 21.apríl mættu skólar á Suðurnesjum í starfskynningu í íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík. Það voru ýmis störf að skoða eins og t.d. lögregla, sálfræðingur, kokkur, flugmaður og margt fleira. Krakkar fengu að máta alls kyns búnað á borð við slökkviliðsbúnað og handjárn og kylfur frá lögreglunni. Flestir fulltrúar frá starfsgreinunum kynntu störf sín vel og var margt forvitnilegt að sjá og heyra. Það var gaman að sjá að fulltrúarnir frá starfsgreinunum voru ekki einungis menn heldur mætti leitarhundur frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einnig kom dýralæknir með hund og sjávarsérfræðingar voru með krabba og önnur sjávardýr.  Krakkar fengu ýmis gögn til að lesa og skoða um störfin. Það er vonandi að nemendurnir hafi nýtt sér þetta tækifæri til að finna störf sem að hægt sé að starfa við í framtíðinni.

Kveðja Fjölmiðlaval 2015