Fólk skoðar símann sinn allt að 150 sinnum á dag. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla segir að of mikil snjallsímanotkun hafi slæm áhrif á fjölskyldulíf. Mikilvægt sé að takmarka notkunina utan vinnutíma til að missa ekki af gæðastundum.
Rannsóknir sýna að meðalnotkun fólks á snjallsíma er þrjár og hálf klukkustund á dag, 52 dagar á ári eða tæplega 2 mánuðir í stanslausri notkun. Sé þetta sett í frekara samhengi má benda á að foreldri sem eyðir slíkum tíma í símanum eyðir því sem samsvarar einu ári af fyrstu sex árum barnsins síns við þá iðju.
Hérna er tengill inn á frétt á RÚV.is