Skólasel

Skólasel býður upp á samfelldan dag fyrir nemendur í 1. –  4. bekk  að loknum skóladegi eða frá kl: 13.25 til 16.00 mánudaga –  fimmtudaga og 13.25  –  15.00 á föstudögum.

Á Skólaseli er skipulögð dagskrá  þar sem hugað er að frjálsum leik, listum, hreyfingu og næringu. Starfsfólk skólans vinnur  eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar (e. Restitution).

Boðið  er upp á síðdegishressingu alla daga nema föstudaga þá er aðeins ávaxtastund.

Skólasel er lokað í jóla- og páskafríum og á starfsdögum. Á  samskiptadögum er Skólasel opið frá kl.8:15  –  16:00. Foreldrar þurfa að láta starfsmenn Skólasels vita hvort barnið muni nýta sér tímann.

Tilkynna þarf sérstaklega, til umsjónarmanns Skólasels eða ritara skólans, um íþrótta- og tómstundastarf sem barnið þarf að sækja innan tíma Skólasels.

Foreldrar þurfa að sækja um og greiða fyrir vistun á Skólaseli.

Umsóknareyðublöð liggja hjá ritara skólans, á heimasíðu skólans og á bæjarskrifstofu.

Boðið er upp á fulla vistun sem miðast að jafnaði við alla virka daga mánaðar og hálfa vistun sem miðast  við 6  klst. á viku. Ef foreldrar hyggjast hætta að nota Skólasel eða koma inn með ný börn þarf að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara.

Nauðsynlegt er að tilkynna forföll, leyfi og veikindi til  Skólasels í síma 425 3105 eða skólaritara í síma 425 3100 fyrir kl: 13.00 þá daga sem barnið kemur ekki í Skólasel.

Tilkynna þarf Skólaseli um breytingar á högum barnsins sem skipta máli í daglegu lífi þess.

Umsjónarmaður Skólasels er: Heiða Rafnsdóttir, netfang hennar er heida@sandgerdisskoli.is

Kostnaðarhlutur foreldra

Fullt gjald 13.310 kr. á mánuði með síðdegishressingu.

(vistun 10.000 kr. + hressing 3.310 kr. )

Hálft gjald 6.655 kr.  með síðdegishressingu.

(vistun 5.000 kr.  + hressing 1.655 kr. )

Veittur er 30% systkinaafsláttur af vistunargjaldi  við annað barn,  100% afsláttur af vistunargjaldi 3ja barns.

Einstæðir foreldrar fá 25% afslátt af vistunargjaldi.

Greitt er fyrir gæsluna fyrirfram  og sér bæjarskrifstofa Suðurnesjabæjar um innheimtuna. Ef greiðsla vegna barns hefur ekki borist hálfum mánuði eftir gjalddaga getur það ekki haldið áfram í Skólaseli.

Umsjónarmaður Skólasels er: Heiða Rafnsdóttir, netfang hennar er heida@sandgerdisskoli.is

Sími Skólasels er: 425 3105

Skólasel heldur úti lokaðri FB síðu hér

Umsóknareyðublað

Velkomin á Skólasel