Föstudaginn 30. ágúst er tilbreytingadagur í skólanum. Nemendur mæta í skólann kl.10:00 og taka þátt í fjölbreyttum leikjum utandyra. Um hádegi verður öllum nemendum boðið í pizzuveislu í tilefni Sandgerðisdaga. Að loknum hádegisverði halda nemendur heim eða á Skólasel sem opnar fyrr þennan dag.