Í dag var óhefðbundinn dagur í Sandgerðisskóla vegna Sandgerðisdaga. Elsti og yngsti nemandi skólans drógu fána Sandgerðisdaga að húni ásamt Magnúsi bæjarstjóra og Hólmfríði skólastjóra að því loknu komu nemendur saman á sal þar sem JóiP og Króli komu og skemmtu nemendum og starfsfólki við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir það var öllum nemendum boðið í pitsuveislu.

Myndaband 1

Myndaband 2