Við í 1. HS og 1. ÍRJ fengum skemmtilega heimsókn frá Kiwanisklúbbnum Hof í Garði en þeir komu færandi hendi með reiðhjólahjálma handa öllum krökkunum í bekknum. Einnig kom Krissi lögga og ræddi við okkur um mikilvægi hjálmsins og kenndi okkur á að stilla hann. Þökkum við þeim kærlega fyrir.