Þá er komið að hinu árlega páskabingói 9.bekkjar.

Bingóið verður haldið fimmtudaginn 4. apríl nk. á sal Grunnskólans og verður byrjað að spila kl. 19:00.

Eitt bingóspjald kostar kr. 500.- og er vakin athygli á því að ekki verður posi á staðnum. Að venju verða vinningarnir ekki af verri endanum og hægt að ná sér í hressingu í sjoppunni hjá 9. bekkingum.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja, nemendur 9. bekkjar.