Við í Sandgerðisskóla elskum Öskudag og fögnuðum því deginum með stæl. Nemendur jafnt sem starfsfólk mættu í skrautlegum og skemmtilegum búningum, allt eftir höfði hvers og eins. Dagurinn var nokkuð hefðbundinn fram að frímínútum þá tók við tilbreyting með risa diskó á sal skólans, þar sem 10. bekkur rokkaði í risaeðlugervi og nemendaráð veitti unglingastigi verðlaun fyrir bestu búningana.