Í dag tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk skólans hlupu samtals 1008 km, en það er eins og að keyra frá Sandgerði til Egilsstaða og svo frá Egilstöðum til Kirkjubæjarklausturs.

Þeir krakkar sem hlupu meira en 6,6 km í 1. – 5. bekk og meira en 10 km 6. – 10. bekk fá titilinn Skólahlaupsmeistarar 2019.

Skólahlaups meistarar að þessu sinni eru:

Patryk Chakree – 1. bekk

Sigurður Hilmir – 3. bekk

Patrick og Wiktoria  – 4. bekk

Thelma Sif og Eva Rún – 5. bekk

Emilía, Gunnlaugur Yngvi, Olgeir Aron, Sebastian Sucko og Sædís Ósk – 6. bekk

Arthur, Elfar, Herbert, Ísak, Konstantin, Salóme og Sigurbjörn – 7. bekk

Maxwell Ísak og Sara Mist – 8. bekk

Aþena, Jezreel og Sigríður – 9. bekk

Dominik, Emilia Magndís, Ester, Kara Petra og Valur sem hljóp mest allra = 13 km – 10. bekk