Grunnskólakennari

Viltu starfa í
uppbyggilegu og metnaðarfullu umhverfi? Við Grunnskólann í Sandgerði vantar
áhugasama grunnskólakennara sem vilja taka þátt í uppbyggilegu og metnaðarfullu
starfi. Alls eru 230 nemendur í 1.-10. bekk í Sandgerði. Sjá nánar
á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is.

Skólinn óskar eftir grunnskólakennurum í
eftirfarandi störf:

Umsjón á yngsta- mið- og elsta stigi

Umsjónakennarar á yngsta- og miðstigi kenna
flest allar námsgreinar í sínum umsjónarhópi

Tölvukennslu, forritun

Stærðfræði á unglingastigi

Dönsku

Leiklistarkennslu

Samfélagsfræði/þjóðfélagsfræði á mið- og
elstastigi

Sérkennara

Mikilvægt er að
viðkomandi hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. Auk þess er mikilvægt að einstaklingurinn búi
yfir góðri samskiptahæfni, sé stundvís, ábyrgur og tilbúinn til samstarfs og
vinnu að þróunarverkefnum innan skólans. Umsjónarkennarar yngsta stigs þurfa að
þekkja til PALS lestrarkennsluaðferða og vera tilbúnir að vinna eftir því
kerfi.

Leiðarljós
skólans eru vöxtur, virðing, vilji og
vinátta
og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Skólinn starfar
eftir hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar og er Heilsueflandi skóli.

Viðkomandi grunnskólakennari
þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið
störf frá og með 1. ágúst 2015.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl
2015.

Nánari
upplýsingar veitir:

Fanney Dóróthe
Halldórsdóttir, skólastjóri fanney@sandgerdisskoli.is og

Elín Yngvadóttir,
aðstoðarskólastjóri eliny@sandgerdisskoli.is
.

Sími skólans er
420 7550