Í tilefni heilsu og forvarnaviku í Suðurnesjabæ buðu knattspyrnufélögin Reynir og Víðir uppá forvarnafyrirlestur frá landsliðskonunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum fyrir 7. – 10. bekk.

Fyrirlesturinn sló í gegn hjá unglingunum, sem hlustuðu með athygli og spurðu landsliðskonurnar alls konar spurningar að fyrirlestri loknum.