Í dag komu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Hofs í Sandgerðisskóla og færði öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma. Nú er runninn upp tími reiðhjóla, hlaupahjóla og hjólabretta og mikilvægt að hjálmur sitji á hverju höfði. Það voru glaðir krakkar sem tóku á móti þessari góðu gjöf hér í dag.