Jólastöðvar

Vikan fyrir jólafrí er tileinkuð jólagleðinni. Í byrjun vikunnar eru jólastöðvar og er
nemendum skipt í hópa þvert á aldursstig og á stöðvum eru föndur, leikir og þrautir. Í
annarri viku í desember til jólafrís hittast nemendur á sal skólans í byrjun hvers dags
og syngja saman jólalög. Í desember heimsækja einnig rithöfundar skólann og lesa
upp úr nýútgefnum bókum sínum.