Nesti

Hollt og gott nesti

Morgunhressing nemenda í 1. – 4. bekk er kl. 9.55 - 10.05 og 5. - 7. bekk kl. 10.15 - 10.25, þá fá nemendur tíma til að borða nestið sitt og í mörgum bekkjum les umsjónarkennari fyrir nemendur. Eldri nemendur nýta frímínútur frá kl. 9:55 til 10:25 til þess að næra sig. Nestið þarf að vera aðgengilegt (t.d. búið að skera ávexti og grænmeti) vera bragðgott og hollt fyrir nemendur. Þetta er aðeins hressing ekki heil máltíð og ætti því að vera nóg að koma annað hvort með ávexti og/eða grænmeti, gróft brauðmeti eða ósykraðar mjólkurvörur og drykk; vatn, hreina safa eða mjólk.

Nesti

 • Ávextir og/eða grænmeti — Gróft brauð — Mjólkurvörur — Drykkur
 • Niðurskorið epli, niðurskorin appelsínur eða mandarínur, plómur, nektarínur, niðurskorin melóna, nokkur vínber, blómkál, gulrætur, ananasbitar, paprika, gúrkubiti, tómatar, jarðarber, banana, mangóbitar.
 • Með ávöxtum og ekki síður grænmeti getur verið gott að senda jógúrtsósu eða holla dressingu með, það hefur verið vinsælt hjá nemendum.
 • Brauðsneið með góðu áleggi (samloka heppileg vegna pökkunar, getur verið 1/1 eða 1/2), reynum að velja gróft brauð, aukum fjölbreytni t.d. með rúgbrauði, rúnstykkjum, flatkökum og grófum pítubrauðum. Veljum fjölbreytt álegg t.d. skinku, fituminna hangikjöt, ost og kæfu, banana, egg, gúrku, tómata, epli, salat, sultu, smurost, reyktan fisk, túnfisk eða sardínur.
 • Skyr án viðbætts sykurs, léttjógúrt eða súrmjólk.
 • Mjólk og vatn, hreinir safar eða hollur heimablandaður djús.

Hvernig get ég reddað okkur Ef "ekkert" er til?

 • Þá er sniðugt að eiga grófar bruður, hrökkbrauð eða hafrakex. Gott álegg getur gert bruðurnar og/eða kexið að girnilegum bita.
 • Afgangar – afgangur t.d. frá kvöldmatnum daginn áður getur verið heppileg hressing.
 • Pasta – hægt er að sjóða nokkrar grófarpastaskrúfur og blanda því sem barninu þykir gott saman við.
 • Niðursoðnir ávextir í eigin safa. Hægt er að bjarga sér sé til dós af góðum ávöxtum.
 • Soðið egg.
 • Þurrkaðir ávextir eða rúsínur

Nokkrar bækur hafa verið gefnar út auk fjölmargra vefsíðna þar sem finna má mjög fjölbreyttar hugmyndir að nesti:

Bækur:

 • Hollt nesti heiman að – Margrét Gylfadóttir, Sigurrós Pálsdóttir og Sigurveig Káradóttir – Til á bókasafni GS.
 • Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? – Ebba Guðný Guðmundsdóttir

Vefsíður: