Tveir nemendur úr 9. AKE eru í hópi tíu efstu fimmtán ára nemenda á Suðurnesjum í stærðfræði eftir að hafa tekið þátt í Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Suðurnesja. En keppnin er haldin árlega fyrir grunnskólanemendur af svæðinu. Nemendur voru að vonum ánægðir og bekkjarsystkini þeirra ekki síður ánægð með sitt fólk og góðan árangur.