Fréttir

Forvarnardagurinn

Forvarnardagur er að venju haldinn miðvikudaginn 2. október í öllum 9. bekkjum landsins. Nemendur í 9. bekk Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu fullan þátt í deginum. Stjórnendur og umsjónarkennarar héldu utan um dagskrá dagsins en að auki komu góðir gestir í skólann í tilefni dagsins. Anna Elísabet Gestsdóttir, Elín Björg Gissurardóttir forstöðumaður Skýjaborgar og Kristján Freyr [...]

02.10.2019|

Íþróttadagur í heilsuviku

Í dag var haldinn íþróttadagur í Sandgerðisskóla í heilsuvikunni. Nemendur byrjuðu á að fara í skipulagða leiki úti ásamt elstu deild leikskólans. Síðan var haldin hin árlega fótboltakeppni starfsfólks við nemendur í 10. bekk. Með fréttinni fylgja skemmtilegar myndir af deginum

01.10.2019|

Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa í heimsókn ⚽

Í tilefni heilsu og forvarnaviku í Suðurnesjabæ buðu knattspyrnufélögin Reynir og Víðir uppá forvarnafyrirlestur frá landsliðskonunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum fyrir 7. – 10. bekk. Fyrirlesturinn sló í gegn hjá unglingunum, sem hlustuðu með athygli og spurðu landsliðskonurnar alls konar spurningar að fyrirlestri loknum.

01.10.2019|

Fræðsla um áhættuhegðun ungmenna

Í morgun var vel sóttur fundur með foreldrum barna í 7. – 10. bekk, þar sem Kristján lögga hélt fræðslu um vímuefnanotkun ungmenna. Í kjölfarið kom upp umræða hjá foreldrum um byrja á foreldrarölti aftur. Við viljum þakka þeim sem mættu fyrir góðan fund og þarfar umræður.

30.09.2019|

Samskiptadagur 7. október. Opnað verður fyrir bókanir mánudaginn 30. september.

Mánudaginn 7. október nk. verður samskiptadagur í Sandgerðisskóla. Markmið með samskiptadegi er m.a að foreldrar, nemandi og kennari ræði saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og að tekin sé sameiginleg ákvörðun um næstu markmið hans. Tímabókanir eru með rafrænum hætti í gegnum Mentor kerfið. Við biðjum ykkur því um að fara inn á www.infomentor.is [...]

26.09.2019|

Ástarsaga úr fjöllunum

Nemendur í 3. bekk voru að lesa og vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og gerðu þau þessi fínu tröll í myndmenntartímum. Nemendur gerðu fyrst hugarkort um hvernig tröllið þeirra ætti að líta út, en eins og alltaf þá breytist eða bætist við hugmyndir sem gerir sköpunarferlið svo áhugavert og skemmtilegt. [...]

20.09.2019|

Fundarboð

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Sandgerði verður haldinn þriðjudaginn 01.okt 2019 kl. 20.00 á sal Sandgerðisskóla. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf Kosning fundarstjóra og fundaritara Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna Lagabreytingar Önnur mál Hvað vilja foreldrar sjá á dagskrá næsta vetrar hvað varðar fyrirlestra – námskeið eða [...]

20.09.2019|

Frábær þátttaka í sumarlestri 😊

Sumarlestur bókasafnsins var á sínum stað líkt og síðustu ár. Mjög góð þátttaka var þetta árið en hátt í 60 börn skráðu sig til leiks í upphafi sumars. Yfir 30 börn skiluðu skráningarheftum á bókasafnið í lok sumars og fengu þessir duglegu lestrarhestar bíómiða að launum.

06.09.2019|

Útivistartími

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram. Um Samanhópinn 

03.09.2019|

Sandgerðisdagar

Í dag var óhefðbundinn dagur í Sandgerðisskóla vegna Sandgerðisdaga. Elsti og yngsti nemandi skólans drógu fána Sandgerðisdaga að húni ásamt Magnúsi bæjarstjóra og Hólmfríði skólastjóra að því loknu komu nemendur saman á sal þar sem JóiP og Króli komu og skemmtu nemendum og starfsfólki við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir það var öllum nemendum boðið í [...]

30.08.2019|