Fréttir

Sandgerðisskóli 80 ára

Þér er boðið á afmælishátíð og vorsýningu í tilefni 80 ára starfsafmælis Sandgerðisskóla við Skólastræti. Föstudaginn 31. maí kl.10:00 - 11:30. Á sýningunni verða: * Verkefni nemenda í stofum. * Áratugasýning á sal skólans. * Heitt á könnunni og afmæliskaka. * Gömul skólaverkefni. * Líkön af skólabyggingum á bókasafni. * Myndakassi #Sandgerðisskóli80ára Hlökkum til að [...]

28.05.2019|

Vinaliðar

Nú hafa vinaliðar skólaársins lokið starfi sínu og það með stakri prýði. Vinaliðar haustannar fóru í janúar í sína þakkarferð og fóru þau í keilu og fengu  pizzuveislu í Egilshöll  og skemmtu þau sér mjög vel. Vinaliðar vorannar fóru í síðustu viku í Smiðjuloftið á Akranesi í klifur,  Slakkline og fengu pizzu í lokin. Heppnaðist [...]

28.05.2019|

Fjör í frímínútum

Það var heldur betur rjómablíða í frímínútum í morgun. Nemendur skemmtu sér vel að leika sér með regnboga fallhlífina í sólinni.

22.05.2019|

Skólaslit 2019

Skólaslit og útskrift frá Sandgerðisskóla verða þriðjudaginn 4. júní 2019 Nemendur mæta til skólaslita og taka á móti vitnisburði sínum fyrir veturinn sem hér segir: 1. - 7. bekkur kl. 10:00 8. – 10. bekkur kl. 11:00 Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir.

21.05.2019|

Persónuvernd barna

Hér eru leiðbeiningar Persónuverndar er varðar persónuvernd barna sem gagnlegt er að kynna sér.

14.05.2019|

Starfsdagur 15. maí

Miðvikudaginn 15. maí nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað. Staff Day. Wednesday, may 15th next coming is a staff day in Sandgerðisskóla. All classes will be suspended on this day. Skólasel is also closed. Dzien organizacyjny. Sroda 15 maja jest dniem organizacyjnym dla nauczycieli. Tego dnia [...]

08.05.2019|

Kynningarfundur tilvonandi 1. bekkinga Sandgerðisskóla, veturinn 2019-2020.

Kæru foreldrar og forráðamenn. Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga Sandgerðisskóla, veturinn 2019-2020 verður haldinn þriðjudaginn, 7. maí  kl.14:00 - 15:00  á sal skólans. Ef barn ykkar hefur verið eða mun innritast í annan skóla biðjum við ykkur að láta okkur vita í síma 425-3100. Með kveðju, fyrir hönd kennara og skólastjórnenda, Hólmfríður [...]

30.04.2019|

Heimsókn í Þekkingarsetrið

Nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúi 1. bekkjar Sandgerðisskóla og skólahóps Leikskólans Sólborgar fóru í dag í heimsókn á Þekkingarsetrið. Heimsóknin er lokahátíð samstarfsins Brúum bilið í vetur. Á Þekkingarsetrinu skoðuðu nemendur sýningarnar Heimskautin heilla, Lista - og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – ljós þangálfanna og Náttúrusýningu safnsins þar sem nemendur skoðuðu dýrin stór og smá. Nemendum [...]

29.04.2019|

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun, fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og er hann almennur frídagur. Öll kennsla fellur niður þann dag. Starfsfólk Sandgerðisskóla óskar ykkur gleðilegs sumars.

24.04.2019|

Árshátíð Sandgerðisskóla

Hin árlega árshátíð Sandgerðisskóla var haldin fimmtudaginn 11. apríl síðastliðin. Í þetta skipti setti skólinn upp leiksýninguna Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu “Kikku” Maríu Sigurðardóttur. Allir nemendur í 1. – 6. bekk ásamt skólahóp leikskólans tóku þátt í sýningunni sem var sú glæsilegasta. Um kvöldið var svo árshátíð nemenda í 7. – 10. bekk. Þar var hver [...]

12.04.2019|