Sumarlestur bókasafnsins var á sínum stað líkt og síðustu ár. Mjög góð þátttaka var þetta árið en hátt í 60 börn skráðu sig til leiks í upphafi sumars. Yfir 30 börn skiluðu skráningarheftum á bókasafnið í lok sumars og fengu þessir duglegu lestrarhestar bíómiða að launum.