Grunnskólinn í Sandgerði tók þátt í Skólahreysti líkt og undanfarin ár. 
Liðið skipuðu Óskar Marinó Jónsson, Rebekka Rún Engilbertsdóttir, Tanja
Ýr Ásgeirsdóttir og Ólafur Ævar Kristinsson. Svanfríður Á. Steingrímsdóttir og Eyþór Elí voru til vara. Óskar keppti í upphýfingum
og dýfum, Tanja Ýr í armbeygjum og hreystigripi. Þau voru flottir
fulltrúar skólans.  Liðið endaði í 14. sæti í riðlinum en það var Holtaskóli sem fór með sigur af hólmi í Suðurnesjariðlinum. 15 skólar tóku þátt.

Hér er hægt að sjá myndir af okkar fólki á keppninni.