Fimmtudagurinn 30. apríl var sannkallaður dýradagur hjá okkur í 1. bekk. Við fengum fjóra hænuunga í heimsókn í bekkinn okkar frá foreldri. Síðan var okkur boðið í fjárhúsið hjá honum Degi bónda. Við löbbuðum þangað og lék veðrið við okkur og fóru allir sælir og vel lyktandi heim. Takk fyrir okkur kæru dýraeigendur.

Fleiri myndir úr ferðinni.

Eva María setti inn fréttina.