Fimmtudagur

Jólaskemmtun hjá 1.- 6.bekk verður fimmtudaginn 17. desember frá kl.12:00-13:15. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá kl.08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim að sýningu lokinni eða um kl. 13:15. Síðasti dagur Skólasels á árinu.

Foreldrar/ forráðamenn og aðrir gestir hjartanlega velkomnir.

Nemendur í 7.- 10.bekk mæta samkvæmt stundaskrá kl.08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim kl.13:15.

Föstudagur

Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk verða föstudaginn 18.desember. Nemendur mæta prúðbúnir í sínar umsjónarstofur kl.11:00. Hátíðarmatur er framreiddur frá kl.11:15. Að loknum hádegisverði hefjast Litlu jólin í skólastofunum. Dansað verður í kringum jólatréð frá kl.12:30. Skóladegi lýkur um kl.13:00. Skólasel er komið í jólafrí.

Nemendur eiga að koma með kerti og pakka, pakkinn má kosta kr. 500. – 1000.