Frettir

Samvinnuverkefni hjá 1. og 6. bekk

Í tilefni af degi jákvæðra samskipta gerðu nemendur í 1. og 6. bekk í sameiningu fallegt vináttutré. Að því loknu buðu fyrstu bekkingar í Just dance party.      

11.11.2019|

Samvinnuverkefni hjá 5. og 10.bekk

Í tilefni af degi jákvæðra samskipta útbjuggu vinabekkirnir  5. og 10. bekkur þetta skemmtilega veggspjald.

10.11.2019|

Dagur jákvæðra samskipta

Í dag föstudaginn 8. nóvember er dagur jákvæðra samskipta. Á þessum degi ár hvert koma saman vinabekkir að spila, lita, púsla og fleira. Vinabekkur 3. bekkjar er 8. bekkur og  komu þau til okkar og áttum við saman ljúfar samverustundir.

08.11.2019|

Fatastenslun

Nemendur á miðstigi í Sandgerðisskóla stunda verkval á þriðjudögum og fimmtudögum. Eitt val sem er í boði er Fatastenslun. Nemendur búa sér til “logo” eða mynd og stensla á stuttermabol sem þeir fá svo að eiga. Fréttinni fylgir mynd af afrekstrinum.

05.11.2019|

Foreldrafélag Sandgerðisskóla

Foreldrafélag Sandgerðisskóla tilkynnir komu gíróseðla með árgjaldi fyrir félagið að upphæð kr. 2000 á hverja fjölskyldu óháð fjölda barna. Það er einlæg ósk okkar í stjórn að þið foreldrar/forráðamenn takið vel í þetta og greiði gjaldið þar sem þessi peningur er notaður í ýmis málefni sem tengjast börnunum ykkar og skólastarfi. Drodzy rodzice/opiekunowie Komitet rodzicielski [...]

05.11.2019|

Hjálpum jörðinni – 4. bekkjarverkefni

Nemendur í 4. bekk hafa undafarna daga unnið í hópaverkefni og fundið út saman hvað sé mikilvægt að gera til að bjarga jörðinni frá umhverfisspillingu og að minnka matarsóun. Hugmyndir sem krakkarnir komu með voru að Slökkva á óþarfa rafmagni Minnka matarsóun Hjálpa dýrum Tína rusl úr náttúrunni Endurnýta Minnka notkun farartækja Fara með dósir [...]

01.11.2019|

Einar Mikael töframaður heimsótti Sandgerðisskóla

Einar Mikael töframaður heimsótti miðstig Sandgerðisskóla og sýndi nokkur töfrabrögð á sal skólans. Einar Mikael er um þessar mundir með Galdranámskeið fyrir krakka á aldrinum 6 – 12 ára um allt land og verður með námskeið fyrir krakka Suðurnesjabæjar helgina 2. – 3. nóvember. Skráning er á Galdranámskeið Einars á frístundavef Suðurnesjabæjar: fristundir.is / Skráning [...]

23.10.2019|

Ævar vísindamaður kom í heimsókn

Ævar vísindamaður kom í heimsókn til okkar á bókasafnið í dag. Hann las úr nýjustu bókinni sinni ,,Þinn eigin tölvuleikur”. Hann spjallaði líka við nemendur um allar sínar bækur og sló heldur betur í gegn. Bækurnar hans Ævars eru margar hverjar í öðrum stíl en hefðbundnar bækur, en í þessum bókum getur maður valið nokkrum [...]

21.10.2019|

Vetrarfrí og starfsdagar

Föstudaginn 25. október nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Mánudaginn 28.október og þriðjudaginn 29.október er vetrarfrí og svo miðvikudaginn 30.október er starfsdagur. Kennsla hefst að nýju fimmtudaginn 31.október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu. Bestu kveðjur, skólastjórnendur. Skóladagatal 2019-2020 Friday, October 25th will be a teacher preparation [...]

21.10.2019|

Ólympíuhlaup Sandgerðisskóla

Í dag tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk skólans hlupu samtals 1008 km, en það er eins og að keyra frá Sandgerði til Egilsstaða og svo frá Egilstöðum til [...]

18.10.2019|