Frettir

Kertagerð í verkvali

Við vorum að búa til kerti í Sköpun, slökun & boozt. Nemendur völdu sér ilmefni, annað hvort Lavender eða Vanillu, síðan völdu þau sér lit í kertið. Einnig skreyttu þau krukkurnar. Nemendur voru mjög ánægðir með aftaksturinn 😊

10.10.2019|

Kökuskreytingaval á unglingastigi

Nemendur í kökuskreytingarvali hjá Þorbjörgu hafa staðið sig með prýði. Nemendur byrjuðu valið á að æfa sig í skrautskrift og síðar bökuðu þeir kökur hjá Rannveigu heimilisfræðikennara. Nemendur enduðu svo valið á því að skreyta kökurnar með þeirri tækni sem þeir voru búnir að tileinka sér. Sjá myndir sem fylgir frétt.    

08.10.2019|

Snúðadagurinn 🍩

Alþjóðlegi snúðadagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í dag. 9. bekkurinn bauð upp á snúða frá Sigurjónsbakarí til sölu og fengu allir sem vildu eitthvað fyrir sinn snúð. 360 snúðar voru seldir þar og borðuðu nemendur þá í nestistímanum sínum í dag.  9. bekkurinn mun nýta afrakstur sölunnar upp í vorferðina sína sem þau fara [...]

04.10.2019|

Yoga og slökun 🧘‍♀️🧘‍♂️

Við í 1. bekk fórum í Yoga og slökun í gær þar sem við æfðum djúpöndun, nokkrar stöður, lásum Yoga sögu og hugleiðslusögu í tilefni heilsudaganna. Hérna koma nokkrar myndir.

04.10.2019|

Forvarnardagurinn

Forvarnardagur er að venju haldinn miðvikudaginn 2. október í öllum 9. bekkjum landsins. Nemendur í 9. bekk Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu fullan þátt í deginum. Stjórnendur og umsjónarkennarar héldu utan um dagskrá dagsins en að auki komu góðir gestir í skólann í tilefni dagsins. Anna Elísabet Gestsdóttir, Elín Björg Gissurardóttir forstöðumaður Skýjaborgar og Kristján Freyr [...]

02.10.2019|

Íþróttadagur í heilsuviku

Í dag var haldinn íþróttadagur í Sandgerðisskóla í heilsuvikunni. Nemendur byrjuðu á að fara í skipulagða leiki úti ásamt elstu deild leikskólans. Síðan var haldin hin árlega fótboltakeppni starfsfólks við nemendur í 10. bekk. Með fréttinni fylgja skemmtilegar myndir af deginum

01.10.2019|

Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa í heimsókn ⚽

Í tilefni heilsu og forvarnaviku í Suðurnesjabæ buðu knattspyrnufélögin Reynir og Víðir uppá forvarnafyrirlestur frá landsliðskonunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum fyrir 7. – 10. bekk. Fyrirlesturinn sló í gegn hjá unglingunum, sem hlustuðu með athygli og spurðu landsliðskonurnar alls konar spurningar að fyrirlestri loknum.

01.10.2019|

Fræðsla um áhættuhegðun ungmenna

Í morgun var vel sóttur fundur með foreldrum barna í 7. – 10. bekk, þar sem Kristján lögga hélt fræðslu um vímuefnanotkun ungmenna. Í kjölfarið kom upp umræða hjá foreldrum um byrja á foreldrarölti aftur. Við viljum þakka þeim sem mættu fyrir góðan fund og þarfar umræður.

30.09.2019|

Samskiptadagur 7. október. Opnað verður fyrir bókanir mánudaginn 30. september.

Mánudaginn 7. október nk. verður samskiptadagur í Sandgerðisskóla. Markmið með samskiptadegi er m.a að foreldrar, nemandi og kennari ræði saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og að tekin sé sameiginleg ákvörðun um næstu markmið hans. Tímabókanir eru með rafrænum hætti í gegnum Mentor kerfið. Við biðjum ykkur því um að fara inn á www.infomentor.is [...]

26.09.2019|

Ástarsaga úr fjöllunum

Nemendur í 3. bekk voru að lesa og vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og gerðu þau þessi fínu tröll í myndmenntartímum. Nemendur gerðu fyrst hugarkort um hvernig tröllið þeirra ætti að líta út, en eins og alltaf þá breytist eða bætist við hugmyndir sem gerir sköpunarferlið svo áhugavert og skemmtilegt. [...]

20.09.2019|