Frettir

Sandgerðisskóli

Kæru foreldrar og velunnarar Sandgerðisskóla. Um áramótin fékk Grunnskólinn í Sandgerði nýtt nafn og ber nú nafnið Sandgerðisskóli. Þar sem Facebook leyfir ekki nafnabreytingu þurfti að stofna aðra síðu. Við munum loka þeirri gömlu á næstu dögum til að forðast misskilning. Við biðjum ykkur því að LÍKA við nýju síðuna okkar.  Hér er slóð á [...]

14.02.2019|

Starfsdagur 18. febrúar

Mánudaginn 18. febrúar nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað. Staff Day. Monday, february 18th next coming is a staff day in Sandgerðisskóla. All classes will be suspended on this day. Skólasel is also closed. Dzien organizacyjny. Poniedzialek 18 lutego jest dniem organizacyjnym dla nauczycieli. Tego dnia [...]

11.02.2019|

Samskiptadagur miðvikudaginn 20. febrúar

Miðvikudaginn 20. febrúar verður samskiptadagur í Sandgerðisskóla. Markmið með samskiptadegi er m.a að foreldrar, nemandi og kennari ræði saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og að tekin sé sameiginleg ákvörðun um næstu markmið hans. Tímabókanir eru með rafrænum hætti í gegnum Mentor kerfið. Við biðjum ykkur því um að fara inn á www.mentor.is og [...]

11.02.2019|

Vinabekkir

Fimmtudaginn 24. janúar bauð 2. bekkur vinum sínum úr 7. bekk í heimsókn og tóku þau virkan þátt í Byrjendalæsis vinnu. Unnið var í blönduðum hópum í gagnvirkur lestri á stöðvum. Frábær vinna og ekki annað að sjá en að allir hafi notið samverunnar. Kveðja umsjónakennarar 2. bekkjar og 7. bekkjar      

31.01.2019|

Pólski sendiherrann Gerard Pokruszynski heimsótti Sandgerðisskóla

Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands og eiginkona hans heimsóttu Sandgerðisskóla í dag. Sendiherrann ásamt Magnúsi bæjarstjóra hitti pólska nemendur skólans og starfsfólk. Nemendur sögðu frá því hvaðan í Póllandi þeir væru ættaðir og spjölluðu við sendiherrann. Pólskumælandi nemendur kynntu fyrir gestum starf skólans, tónlistarskólans og starfsemi bókasafnsins en þar er má finna fjölbreyttar pólskar bókmenntir. Sandgerðisskóli [...]

16.01.2019|

Jólaleyfi

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn. Jólaleyfi nemenda hefst föstudaginn 21.desember. Nemendur mæta aftur í skólann að loknu jólaleyfi föstudaginn 4.janúar 2019, samkvæmt stundaskrá. Miðvikudagurinn 19.desember er seinasti dagur nemenda á Skólaseli fyrir jólaleyfi. Skólasel opnar aftur föstudaginn 4.janúar 2019. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt og gott [...]

20.12.2018|

Litlu jólin

Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk voru haldin í dag fimmtudaginn 20.desember. Nemendur komu saman á sal skólans þar sem dansað var í kringum jólatré við undirspil Húsbandsins.       Myndband 1 IMG_4784 Myndband 2 IMG_4785 Myndband 3 IMG_4786

20.12.2018|

Jólaskemmtun

Jólaskemmtun nemenda 1.- 6. bekkjar var haldin miðvikudaginn 19.desember. Sjá myndasafn.  

20.12.2018|

Félagsvist

Í tilbreytingu í dag spiluðu nemendur og starfsmenn í 7. -10. bekk félagsvist. Spilað var á 16 borðum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru nemendur áhugasamir og skemmtu sér vel.  

19.12.2018|

Litlu jólin

Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk eru fimmtudaginn 20.desember. Nemendur mæta prúðbúnir, með pakka, kerti og smákökur/mandarínur í sínar umsjónarstofur kl.10:00. Klukkan 11:00 koma nemendur saman á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur kl.11:45.  

17.12.2018|