Frettir

Skólasetning 2019

Formlegt skólastarf nemenda við Sandgerðisskóla hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta til skólasetningar á sal skólans kl.10:00 Allir velkomnir ! Foreldrar og forráðamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta með börnum sínum.    

13.08.2019|

Sumarlokun Sandgerðisskóla

Sandgerðisskóli verður lokaður frá og með föstudeginum 21. júní. Opnum aftur miðvikudaginn 7. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst 2019. Nánar auglýst síðar. Hér má nálgast skóladagatal fyrir komandi skólaár 2019-2020 Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: grunnskoli@sandgerdisskoli.is Starfsfólk Sandgerðisskóla þakkar nemendum og fjölskyldum þeirra fyrir samstarfið á liðnu skólaári með ósk um ánægjulegt [...]

20.06.2019|

Sumarlestur – Hvað ert þú að lesa?

Sumarlestur bókasafnins er nú hafinn og hvetjum við alla að vera duglega að lesa í sumar. Allir nemendur í 1. - 5. bekk fengu lestrardagbók með sér heim fyrir frí en þeir sem ekki eru enn komin með lestrardagbókina geta nálgast hana á bókasafninu. Allir sem taka þátt í sumarlestri fá verðlaun í lok sumars. [...]

12.06.2019|

Skólaslit Sandgerðisskóla

Skólaslit Sandgerðisskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 4. júní s.l. Skólaslitin voru tvískipt að þessu sinni, 1. - 7. bekkur kl. 10:00 og  8. - 10. bekkur kl. 11:00. Nemendur í 4. bekk sem hafa stundað hljóðfæraval í vetur byrjuðu skólaslitin á því að spila öll saman fyrir gesti, einnig lék Maxwell [...]

05.06.2019|

Vordagar

Hefð hefur myndast í Sandgerðisskóla að foreldrafélagið grilli pylsur og bjóði upp á aðkeypt atriði fyrir nemendur í lok skólaárs. Í ár mættu BMX brós og skemmtu krökkunum í æðislegu veðri.      

05.06.2019|

Nýjar skólapeysur

Nú á vormánuðum lét Nemendaráð Sandgerðisskóla framleiða nýjar skólapeysur. Öllum nemendum skólans ásamt starfsfólki bauðst að kaupa þær og voru viðtökurnar framar björtustu vonum. Auk þess að vera með Sandgerðisskóli prentað á hægri ermi er ártalið 1938 prentað aftan á peysunar, en það er upphafsár skólastarfs við Skólastræti í Sandgerði. Það má því segja að [...]

05.06.2019|

Sandgerðisskóli 80 ára starfsafmæli að Skólastræti 1

Föstudaginn 31. maí var haldið uppá 80 ára starfsafmæli Sandgerðisskóla við Skólastræti 1. Á sýningunni voru gömul kennslugögn, bókarkynningar og eldri verk fyrrum nemenda til sýnis. Þá voru nemendur búnir að vinna bókaverkefni útfrá áratugum, allt frá gömlu Öddubókunum til Fíusólar. Boðið var uppá köku og kaffi í tilefni dagsins. Gömul myndaalbúm slógu í gegn [...]

04.06.2019|

Skólarokk

Skólarokk var haldið hátíðlega daganna 27. – 28. maí. Skólarokk eru tilbreytingardagar að vori þar sem nemendum er skipt í lið eftir lit og keppa sín á milli í allskonar þrautum. Dagarnir slá svo sannarlega alltaf í gegn hjá nemendum og var þar engin undantekning í ár.

03.06.2019|

Sandkorn skólablað Sandgerðisskóla

Sandkorn er blað skólans sem nemendur í 8. – 10. vinna sem valáfanga. Fimm nemendur úr 8. bekk sáu um gerð blaðsins. Nemendur sjá algjörlega um að safna efni í blaðið þar sem þau taka viðtöl og safna auglýsingum. Blaðið kom út daginn eftir árshátíð og fengu nemendur í 7. – 10. bekk afhent eintak [...]

31.05.2019|

Kiwanisklúbburinn afhendir hjálma

Í dag komu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Hofs í Sandgerðisskóla og færði öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma. Nú er runninn upp tími reiðhjóla, hlaupahjóla og hjólabretta og mikilvægt að hjálmur sitji á hverju höfði. Það voru glaðir krakkar sem tóku á móti þessari góðu gjöf hér í dag.

29.05.2019|